25. feb. 2022

Samgöngustígur meðfram Hafnarfjarðarvegi -kynningarfundur

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur auglýst tillögu að breytingum deiliskipulags Arnarness í samræmi við 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 1 mgr. 41. gr. og 1. mgr 43. gr sömu laga. Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 1. mars kl 17:00.

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur auglýst tillögu að breytingum deiliskipulags Arnarness í samræmi við 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 1 mgr. 41. gr. og 1. mgr 43. gr sömu laga.

Samgöngustígur meðfram Hafnarfjarðarvegi, tillaga að breytingu deiliskipulags Arnarness.

Tillagan gerir ráð fyrir að stígur meðfram Hafnarfjarðarvegi frá Arnarneslæk, um væntanleg
undirgöng undir Arnarneshæð og að sveitarfélagsmörkum Garðabæjar og Kópavogs verði skilgreindur
sem samgöngustígur með aðgreindri umferð hjólreiða og gangandi vegfarenda. Breidd samgöngustígs getur verið allt að 2x3 metrar með lýsingu.

Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 1. mars kl 17:00 í Sveinatungu, Garðatorgi 7, Garðabæ. Áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fundurinn verður einnig á beinni útsendingu á facebooksíðu Garðabæjar þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir.

BEIN ÚTSENDING - kynningarfundur um samgöngustíg - hefst kl. 17