29. apr. 2020

Góð þátttaka í stóra plokkdeginum

Stóri plokkdagurinn fór fram síðastliðinn laugardag, 25. apríl en aldrei hefur þátttaka almennings verið meiri og jafn áberandi samkvæmt skipuleggjendum dagsins.

  • Einar Karl Birgisson f.h. hópsins Plokk á Íslandi, Jón Anton Speight, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, nefndarmaður í umhverfisnefnd Garðabæjar, Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæ
    Einar Karl Birgisson f.h. hópsins Plokk á Íslandi, Jón Anton Speight, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, nefndarmaður í umhverfisnefnd Garðabæjar, Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda hjá Garðabæ, Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar, Sigurður Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, og Lára Sigurðardóttir.

Stóri plokkdagurinn fór fram síðastliðinn laugardag, 25. apríl en aldrei hefur þátttaka almennings verið meiri og jafn áberandi samkvæmt skipuleggjendum dagsins. Tugir tonna voru týnd úr náttúrunni af plokkurum í frábæru veðri sem sannarlega setti svip sinn á daginn. Garðbæingar lögðu sitt af mörkum og sáust víða í bænum vera að plokka.

Plokkdagurinn í ár var tileinkaður baráttu og dugnaði starfsfólks heilbrigðistofnanna landsins og var dagurinn settur á lóð Landsspítalans í Fossvogi. Þar settu þau Guðni Th. Jóhannesson forseti og Elisa Reid forsetafrú ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra daginn með hvatningu til plokkara landsins.

Framundan í Garðabæ er árlegt hreinsunarátak bæjarins sem fer fram dagana 7.-21. maí nk. og vorhreinsun lóða í hverfum bæjarins dagana 11.-22. maí nk. Sjá nánari upplýsingar um hreinsunarátakið hér.