18. apr. 2023

Villa við rukkun fasteignagjalda

Við rukkun fasteignagjalda Garðabæjar komu í ljós villur þar sem ekki var hægt að rukka fasteignagjöld í gegnum kreditkort hjá nokkrum íbúum.

 

Við rukkun fasteignagjalda Garðabæjar komu í ljós villur þar sem ekki var hægt að rukka fasteignagjöld í gegnum kreditkort hjá nokkrum íbúum. 

Villuna má rekja til þess að um helgina innleiddu færsluhirðar um heim allan svokallaða ISO staðlabreytingu á því hvernig gengi íslensku krónunnar er skráð. Breytingin felur í sér að hætt var að nota tvo aukastafi við útreikning gengisins en þetta hefur haft talsverð áhrif hjá íslenskum kortafyrirtækjum og viðskiptavinum. 


Búast má við að einhver bið verði á innheimtunni þar sem bíða þarf úrlausnar frá kortafyrirtækjum og er fólk beðið um að hafa samband við sinn viðskiptabanka til að fá frekari upplýsingar. 

Garðabær minnir á að hægt er að sjá alla greiðsluseðla undir rafræn skjöl í heimabanka og heildarútreikning fasteignagjalda má nálgast á mínum síðum hjá Ísland.is