22. maí 2023

Verkföll í leikskólum Garðabæjar

Fyrst um sinn ná verkföllin til starfsfólks í öllum leikskólum sem Garðabær rekur.

  • Leikskólinn Sunnuhvoll

Að óbreyttu hefjast verkföll BSRB í fjórum sveitarfélögum þann 15. maí, þar á meðal í Garðabæ þar sem að Starfsmannafélag Garðabæjar (STAG) er aðili að BSRB. Fyrst um sinn ná verkföllin til starfsfólks í öllum leikskólum sem Garðabær rekur (ekki í einkareknum leikskólum) og viðbúið er að starfsemi þeirra skerðist töluvert fyrir vikið.

Leikskólar munu hafa samband við foreldra og forráðamenn varðandi útfærslu skólastarfs og gera má ráð fyrir því að börn þurfi að vera heima að minnsta kosti hluta úr degi á verkfallsdögum. Dagsetningar má sjá hér fyrir neðan. 

Leikskólastjórar munu gæta jafnræðis milli barna til þess að tryggja að það sé dreifing á hópum þeirra barna sem ekki geta komið í skólann hverju sinni. 

Garðabær vekur athygli á að vegna verkfallsaðgerða falla leikskólagjöld og matargjald barna niður þær stundir sem börnin geta ekki mætt í skólann. Það er að segja, að þegar vistunartími barnanna er skertur eða ekki er unnt að bjóða upp á hádegismat.

Kostnaður verður endurgreiddur til foreldra með næstu leikskólagjöldum, við afgreiðslu leikskólagjalda mánaðarmótin júlí-ágúst.


Frá og með 5. júní verða heilsdagsverkföll hjá félagsmönnum STAG í leikskólum Garðabæjar. Leikskólastjórar munu senda foreldrum upplýsingar um breytt skólastarf.