16. jan. 2020

Velsæld í Garðabæ

Garðabær og Capacent hafa gert með sér samning vegna verkefnisins Velsæld í Garðabæ. Garðabær er Heilsueflandi samfélag og tengist verkefnið því ásamt heimsmarkmiðunum. 

  • Fulltrúar Garðabæjar og Capacent skrifa undir samninginn.
    Frá vinstri: Björg Fenger, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og Sigurjón Þórðarson ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun hjá Capacent.

Garðabær og Capacent hafa gert með sér samning vegna verkefnisins Velsæld í Garðabæ. Garðabær er Heilsueflandi samfélag og tengist verkefnið því ásamt heimsmarkmiðunum. 

Markmið fyrsta fasa verkefnisins er að kortleggja stöðu þeirra þátta sem hafa áhrif á velsæld og heilsu íbúa Garðabæjar. Það mun gefa stýrihópi frekari upplýsingar um stöðu mála í Garðabæ sem hægt er að vinna með í seinni fasa.

Í ferlinu verða haldnir tveir til fjórir rýnifundir með lykilaðilum innan Garðabæjar, t.a.m. skólastjórum í leik- og grunnskólum, heilsugæslu, lögreglu, sálgæsluaðilum, félagsþjónustu, aðildafélögum í íþrótta- og tómstundum og fulltrúum hagsmunaaðila eldri borgara.

Verkefnið hefst á næstu vikum og mun greinargerð verkefnisins liggja fyrir vorið 2020. Þar mun liggja fyrir skýr sýn á framboð þess sem í boði er fyrir íbúa Garðabæjar og styður við velsæld/heilsu þeirra ásamt mat lykilaðila á því.