17. okt. 2019

Vel heppnuð forvarnavika

Árleg forvarnavika Garðabæjar var haldin 9.-16. október og lauk í gær. Þema vikunnar í ár var heilsueflandi samvera og slagorð hennar var „Vinátta er fjársjóður - samvera og umhyggja“

  • Fræðslufyrirlestur í Sjálandsskóla
    Fræðslufyrirlestur í Sjálandsskóla

Árleg forvarnavika Garðabæjar var haldin 9.-16. október og lauk í gær. Þema vikunnar í ár var heilsueflandi samvera og slagorð hennar var „Vinátta er fjársjóður - samvera og umhyggja“

Í vikunni var boðið upp á fræðslu og viðburði þessu tengt fyrir foreldra og börn í Garðabæ sem heppnuðust vel og voru ágætlega sóttir.

Fyrsti viðburður vikunnar var fyrirlestur Ingridar Kulhman um samveru og félagsleg tengsl í Jónshúsi. 

Ingrid Kuhlman fjallaði um samveru – lykill að farsælli öldrun.

Inntak erindisins var eigindleg rannsókn Ingridar, þar sem rætt var við sjö konur sem allar búa heima. Frábær mæting var á erindið sem vakti mikla lukku.

Þriðjudaginn 8. október var opinn fyrirlestur með Önnu Steinsen frá KVAN í Stjörnuheimilinu en Anna hefur sérhæft sig í verkefnum sem snúa að þjálfun, fræðslu og menntun fólks í samskiptum og sjálfstrausti.

Laugardaginn 12. október var vel sóttur fjölskyldudagur í íþróttahúsinu á Álftanesi og einnig var ratleikur frá íþróttahúsinu í Ásgarði sem yfir tuttugu fjölskyldur tóku þátt í.

Bókasafn Garðabæjar var einnig með viðburði í forvarnaviku ásamt því að Sigrún Magnúsdóttir kendi samflot og frisbígolfkennsla fór fram við Vífilsstaði.

Sigrún Júlíusdóttir og Viðar Halldórsson með erindi

Þriðjudag 15. október var svo áhugaverður fræðslufyrirlestur í Sjálandsskóla þar sem Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduþerapisti hjá Meðferðarþjónustunni Tengsl var með fyrirlesturinn „Heilbrigt fjölskyldulíf – styrleikar og áskoranir“ og Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands var með fyrirlesturinn „Hið ósýnilega afl: Hvernig stemning mótar hegðun einstaklinga og hópa – til góðs eða ills”.Sigrún Júlíusdóttir var með erindi

Forvarnavika var nú haldin í fjórða sinn í Garðabæ og þótti heppnast vel líkt og fyrri ár. Íbúum er þakkað fyrir komuna og þátttökuna í viðburðum vikunnar.

Viðar Halldórsson var með erindi