19. nóv. 2019

Vel heppnað málþing um börn og samgöngur

Málþing um börn og samgöngur var haldið mánudaginn 18. nóvember sl. í Sveinatungu á Garðatorgi. 

  • Málþing um börn og samgöngur
    Málþing um börn og samgöngur

Málþing um börn og samgöngur var haldið mánudaginn 18. nóvember sl. í Sveinatungu á Garðatorgi.  Þingið var haldið á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samvinnu við Samgöngustofu, Vegagerðina og Samband íslenskra sveitarfélaga. Á þinginu voru fjölmargir fyrirlestrar þar sem rætt var um stöðu barna í samgöngum í víðu samhengi. 

 Sigurður Ingi Jóhannsson, ,ráðherra samgöngumála og Þórunn Egilsdóttir formaður samgönguráðs settu þingið og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, var fundarstjóri.

Fundurinn var öllum opinn og var honum streymt í beinni útsendingu og gafst áhorfendum, hvar sem þeir voru staddir, færi á að senda inn ábendingar og spurningar sem ræddar voru í pallborði í kjölfar fyrirlestra.  Á vef Samgöngustofu er hægt að lesa nánar um dagskrá þingsins og sjá upptökur af fyrirlestrunum.