15. ágú. 2019

Sunnudagsopnun í Króki

Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær í eigu Garðabæjar. Síðustu tækifæri til að heimsækja Krók í sumar er 18. og 25. ágúst nk. 

  • Krókur á Garðaholti
    Krókur á Garðaholti

Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær í eigu Garðabæjar. Krókur var endurbyggður úr torfbæ í nokkrum áföngum á fyrri hluta 20. aldar og er elsti hlutinn frá 1923.  Bærinn hefur verið opinn í allt sumar á sunnudögum frá kl. 13-17.  Síðustu tækifæri til að heimsækja Krók í sumar er næstu tvo sunnudaga 18. og 25. ágúst nk.  Aðgangur er ókeypis og safnvörður er á staðnum og veitir leiðsögn. Krókur er staðsettur stutt frá Garðakirkju í Garðahverfi við Garðaholt, á gatnamótum Garðavegar og Garðaholtsvegar. Bílastæði eru við samkomuhúsið á Garðaholti.

Vinnuaðstaða fyrir listamann í Króki

Árlega er auglýst eftir umsóknum listamanna/fræðimanna um tímabundna vinnuaðstöðu í Króki og í boði eru 1-3 mánuðir í senn. Nýverið var auglýst eftir umsóknum fyrir tímabil í vetur frá september til og með maí á næsta ári.  Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst nk.  Sjá nánar í auglýsingu hér.