3. júl. 2020

Sumarfjör á Garðatorgi í júlí og ágúst

Fimmtudagana 9. júlí, 23. júlí og 6. ágúst frá kl. 16-19 verður boðið upp á skemmtilega dagskrá á Garðatorgi með það fyrir augum að skapa góða sumarstemmningu á torginu. Laugardaginn 8. ágúst verður svo gleðigönguþema á Garðatorgi.

 

Fimmtudagana 9. júlí, 23. júlí og 6. ágúst frá kl. 16-19 verður boðið uppá skemmtilega dagskrá á Garðatorgi með það fyrir augum að búa til góða sumarstemningu á torginu. Frá klukkan 16:00 getur öll fjölskyldan skapað saman við Hönnunarsafnið en pappakassabúningar, kúluhús og DragStund eru meðal viðburða. Klukkan 18:00 hefst svo tónlistarflutningur og tilvalið að nýta sér tilboð veitingahúsanna Mathús Garðabæjar og Flatey Pizza.

Gleðigönguþema laugardaginn 8. ágúst

Sumarfjörinu lýkur þann 8. ágúst með gleðigönguþema en vegna smitvarna er fólk hvatt til að ganga sína eigin göngu í nærumhverfi hvers og eins. Á Garðatorgi verður regnboginn í fyrirrúmi og fjölbreytileikanum fagnað með listsmiðju, danspartýi, sirkusfjöri, fatamarkaði og tónlist með Hljómsveitinni Evu. Dagskráin fer fram utandyra ef veður leyfir en grasflötum hefur verið komið fyrir á torginu þar sem viðburðir munu eiga sér stað.  

Gestir sumarfjörs eru minntir á að virða fjarlægðarmörk og sóttvarnir. Dagskrána í heild sinni má sjá hér. .