11. jan. 2021

Stytting vinnuvikunnar í Garðabæ

Vinna við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar í Garðabæ hófst fljótlega eftir að kjarasamningar voru undirritaðir á síðasta ári. 

  • Turn tekin úr kirkjuturni

Vinna við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar í Garðabæ hófst fljótlega eftir að kjarasamningar voru undirritaðir á síðasta ári. Sérstakt innleiðingarteymi Garðabæjar var skipað en í kjarasamningum var samið um 13 mínútna styttingu á dag eða 65 mínútur á viku, þó með þeim möguleika að styttingin gæti náð allt að 4 stundum á viku með því að afsala sér forræði á neysluhléum.

Breyttur afgreiðslutími á bæjarskrifstofum og í þjónustumiðstöð

Á öllum vinnustöðum var gengið út frá því að styttingin ætti ekki að leiða til kostnaðarauka né til skerðingar á þjónustu og var það megin stefið í allri nálgun. Vistunartími barna í leikskóla mun þannig ekki skerðast vegna styttingarinnar og ekki eru gerðar breytingar á þjónustunni.

Einungis á bæjarskrifstofum Garðabæjar var afgreiðslutíma breytt þannig að skrifstofurnar og þjónustuverið á Garðatorgi 7 loka kl. 16 á fimmtudögum (áður var opið til 18) og afgreiðsla þjónustumiðstöðvar (áhaldahúss) í Lyngási lokar fyrr á föstudögum eða klukkan 14:20 (áður var opið til 15:30).