23. des. 2019

Sorphirða og flokkun um jólin

Aðgengi að ruslatunnum hefur verið gott í desember og er sorphirða á áætlun. Unnið verður stíft fram að jólum og milli jóla og nýárs við að losa tunnur í Garðabæ og er mikilvægt að greiða götu starfsfólks við sorphirðustörf með snjómokstri og hálkuvörnum ef svo ber undir. 

  • Sorphirðudagatal 2019
    Sorphirðudagatal 2019

Aðgengi að ruslatunnum hefur verið gott í desember og er sorphirða á áætlun. Unnið verður stíft fram að jólum og milli jóla og nýárs við að losa tunnur í Garðabæ og er mikilvægt að greiða götu starfsfólks við sorphirðustörf með snjómokstri og hálkuvörnum ef svo ber undir. Ganga þarf vel frá tunnum á þessum árstíma og gæta þess að umframúrgangur um hátíðirnar tefji ekki fyrir hirðu.

Magn úrgangs eykst alltaf verulega í desember og eru íbúar hvattir til að flokka það sem til fellur eins og mögulegt er. Benda má á að ávallt er hægt að skila gleri, pappírs- og plastefnum til endurvinnslu í grendargáma. Staðsetningu grenndargáma í Garðabæ má sjá á kortavefnum. Smellt er á "Hagnýtar upplýsingar" og svo hakað í "Grenndargámar".

Sorphirðudagatöl 2019 og 2020 má finna hér.

Plastflokkun

Þá er sérstaklega minnt á plastflokkun um hátíðarnar. Á síðasta ári var tekinn í notkun nýr búnaður í móttöku- og flokkunarstöð SORPU sem auðveldar flokkun á plasti til endurvinnslu. Garðbæingar geta þannig sett hreint plast í lokuðum plastpoka í sorptunnuna (orkutunnuna) og SORPA flokkar það vélrænt frá öðrum úrgangi og kemur til endurvinnslu.

Tækjabúnaðurinn metur eðlisþyngd plastsins og blæs pokum með flokkuðu plasti frá öðrum úrgangi. Ekki þarf neina sérstaka poka undir plastið, að öðru leyti en því að þeir þurfa að vera úr plasti (ekki maís eða sterkju). Íbúar geta því t.d. notað innkaupapoka eða aðra plastpoka sem til falla á heimilum. Markmiðið er að draga úr urðun plasts og nýta betur hráefni í plastinu.

Hugum að flokkun um hátíðarnar!