22. apr. 2020

Söndun nýrra trjábeða

Garðyrkjudeild bæjarins hefur að undanförnu séð um að setja sand í ný trjábeð víðsvegar um bæinn sem plantað var í síðastliðið haust.

  • Söndun trjábeðs við Vífilsstaðavatn
    Söndun trjábeðs við Vífilsstaðavatn

Garðyrkjudeild bæjarins hefur að undanförnu séð um að setja sand í ný trjábeð víðsvegar um bæinn sem plantað var í síðastliðið haust. 

Það hefur reynst vel að nota sand sem yfirborðsefni til að halda niðri illgresi. Áður en beð eru sönduð er mikilvægt að skera og hreinsa kanta vel og að búið sé að hreinsa í burtu allt illgresi. Hæfileg þykkt á sandi í beðum er 5-10 cm sem er dreift út í jöfnu lagi. Gera má ráð fyrir að bæta þurfi við sandlagið á nokkura ára fresti. 

Þær aðferðir sem auðvelda umhirðu eru mikilvægar í bæjarfélagi þar sem mikill fjöldi trjábeða er og áríðandi að þau líti vel út og séu bæjarfélaginu til sóma.