22. maí 2020

Samstarfssamningur við Skátafélagið Svani

Garðabær og skátafélagið Svanir hafa gert með sér samstarfssamning um framkvæmd skátastarfs á félagssvæði Svana í Garðabæ. 

  • Undirritun samnings við Skátafélagið Svani
    Frá vinstri: . Ásgerður Magnúsdóttir, Arnór Bjarki Svarfdal félagsforingi Svana, Halldór Valberg Skúlason verðandi félagsforingi Svana, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og Björg Fenger, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.

Garðabær og skátafélagið Svanir hafa gert með sér samstarfssamning um framkvæmd skátastarfs á félagssvæði Svana í Garðabæ.  Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Arnór Bjarki Arnarson Svarfdal, félagsforingi Svana, undirrituðu samninginn þriðjudaginn 19. maí sl. 

Skátafélagið Svanir er sjálfstætt félag með starfsemi á Álftanesi og er hluti af Bandalagi íslenskra skáta. Hlutverk félagsins er m.a. að efla og þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.  Í samningnum við Svani kemur fram að félagið skal hafa það að markmiði í starfsemi sinni að bjóða börnum og unglingum af öllum kynjum skipulagt skátastarf undir leiðsögn vel menntaðra og hæfra leiðbeinenda þar sem lýðheilsu og forvarnargildi skátastarfs eru höfð að leiðarljósi. 

Samningurinn er til þriggja ára og skv. honum greiðir Garðabær árlegt fjárframlag til Svana sem er nýtt vegna almenns rekstrar,  vegna reksturs útilífs- og sumarnámskeiða og þjálfunarnámskeiða fyrir foringja.