18. júl. 2018

Persónuverndarstefna Garðabæjar samþykkt

Persónuverndarstefna Garðabæjar var samþykkt á fundi bæjarráðs Garðabæjar 17. júlí sl. Stefnan gildir skv. lögum nr.90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

  • Turn tekin úr kirkjuturni

 Garðabær hefur vernd persónuupplýsinga að leiðarljósi í starfsemi sinni og einsetur sér í því skyni að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem sveitarfélagið vinnur með.  Á þeim grundvelli hefur Garðabær sett sér persónuverndarstefnu sem lýsir vinnslu sveitarfélagsins á persónuupplýsingum og leggur áherslu á mikilvægi þess að vinnsla persónuupplýsinga sé lögmæt, sanngjörn og raunsæ.  Stefnan er byggð á gildandi persónuverndarlögum (nr 90/2018) og á einnig við um undirstofnanir og nefndir á vegum Garðabæjar. Í stefnunni er m.a. kveðið á um tilgang og gildissvið,  útskýringu á hvað eru persónuupplýsingar,  vinnslu persónuupplýsinga, miðlun persónuupplýsinga til þriðja aðila, öryggi persónuupplýsinga, varðveislu gagna, ábyrgðaraðila, réttindi einstaklinga og persónuverndarfulltrúa.

Réttindi einstaklinga og persónuverndarfulltrúi

Samkvæmt persónuverndarstefnunni eiga einstaklingar rétt á því að vita hvort og þá hvaða upplýsingar sveitarfélagið vinnur um hann.  Fyrirspurnum um persónuverndarstefnuna, vinnslu eða varðveislu sveitarfélagsins á persónuupplýsingum skal beina til persónuverndarfulltrúa Garðabæjar sem leitast við að svara og leiðbeina eftir því sem við á hverju sinni. 

Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa í síma: 525-8500 eða senda tölvupóst á netfangið personuvernd@gardabaer.is.



Persónuverndarstefna Garðabæjar