28. nóv. 2019

Ný jafnréttisstefna Garðabæjar 2019-2023

Jafnréttisstefna Garðabæjar til næstu fjögurra ára, 2019-2023, var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 21. nóvember sl.

Jafnréttisstefna Garðabæjar til næstu fjögurra ára, 2019-2023, var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 21. nóvember sl.

Markmið jafnréttisstefnu Garðabæjar er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum fyrir einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins.

Tilgangurinn með setningu jafnréttisstefnu er að skoða og endurmeta aðstæður á hverjum vinnustað og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem geta verið á vegi bæði kvenna og karla sem og þeirra sem skilgreina kyn sitt með hlutlausum eða öðrum hætti. Er jafnréttisstefna unnin á grundvelli 12. gr. og 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 (jafnréttislög) þar sem fram kemur að sveitarfélög með 25 starfsmenn eða fleiri skulu setja sér aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir/stefnu þar sem fram kemur hvernig starfsmönnum eru tryggð réttindi. Lögð er áhersla á að öll svið og stofnanir Garðabæjar framfylgi jafnréttisstefnunni með markvissum hætti.

Í stefnunni er m.a. fjallað um vinnustaðinn Garðabæ og stjórnkerfið en einnig um þjónustu Garðabæjar við íbúa. Framkvæmd stefnunnnar er samstarfsverkefni allra sviða bæjarins en samhliða stefnunni sjálfri var lögð fram framkvæmdaáætlun um framgang einstakra verkefna í stefnunni.

Jafnréttisstefna Garðabæjar.

Sjá einnig aðrar stefnur Garðabæjar hér.