23. jan. 2012

Garðabær vann Álftanes

Það var hörkuviðureign í sjónvarpssal þegar Garðabær keppti við Álftanes í spurningakeppninni Útsvari föstudagskvöldið 20. janúar sl. Keppnin var hnífjöfn framan af
  • Séð yfir Garðabæ

Það var hörkuviðureign í sjónvarpssal þegar Garðabær keppti við Álftanes í spurningakeppninni Útsvari föstudagskvöldið 20. janúar sl.  Keppnin var hnífjöfn framan af en Álftnesingum gekk betur í flokkaspurningunum og voru 10 stigum yfir þegar kom að stóru spurningunum í lokin.  Þá kom lið Garðabæjar sterkt til leiks og liðið vann að lokum með 82 stigum gegn 56. 

 

Garðbæingar höfðu því betur í þessum nágrannaslag og komust áfram í 3. umferð.  Meðfylgjandi mynd er frá vef RÚV og sýnir lið Garðabæjar, frá vinstri: Vilhjálmur Bjarnason, Ragnheiður Traustadóttir og Elías Karl Guðmundsson.