26. feb. 2007

Breyting gatnamóta Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar

Breyting gatnamóta Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar
  • Séð yfir Garðabæ


Vinna við breytingar á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar hefst fimmtudaginn 1. mars nk.

Þá verður núverandi akbraut Vífilsstaðavegar austan Reykjanesbrautar lokað. Gerð verður hjáleið norðan gatnamótanna, þar sem leyfð verður hægri beygja til Vífilsstaða fyrir umferð sem kemur frá Hafnarfirði. Á sama stað verður hjáleið fyrir umferð sem kemur frá Vífilsstöðum og fer til Kópavogs/ Reykjavíkur. Vinstri beygja verður ekki leyfð. Umferð frá Kópavogi/Reykjavík getur því ekki farið að Vífilsstöðum og umferð frá Vífilsstöðum getur ekki farið Hafnarfjarðar.

Bent er á að undirgöng undir Reykjanesbraut við Hnoðraholt verða opin.

Vegfarendur eru beðnir um að taka tillit til þess að á þessu svæði eru stórar vinnuvélar að störfum, menn við lagnavinnu ofan í skurðum og svæðið almennt hættulegt yfirferðar.

Vinsamlegast sýnið því ýtrustu varkárni.

Smellið á myndina til að fá stærri mynd í PDF-skjali.