13. mar. 2007

Undankeppnum fyrir stóru upplestrarkeppnina lokið

Undankeppnum fyrir stóru upplestrarkeppnina lokið
  • Séð yfir Garðabæ


Undankeppni fyrir lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar í Garðabæ hefur nú farið fram í öllum skólum bæjarins sem kenna 7. bekk, þ.e. Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Sjálandsskóla. Hver skóli hefur því valið fulltrúa sína sem munu taka þátt í lokahátíðinni.

Dómnefndir í hverjum skóla höfðu úr vöndu að ráða þar sem allir nemendur 7. bekkja hafa æft sig í framsögn og margir efnilegir komu til greina á hverjum stað.

Sigurvegarar undankeppninnnar í Flataskóla voru þau Erla Ylfa Óskarsdóttir 7.GR, Margrét Jóhannsdóttir 7. HSG, Starri Friðriksson 7.HG, Vera Elísabet Thorsteinsson 7.GR og varamaður verður Hugrún Hlín Guðmundsdóttir 7.ÁS.

Í Hofsstaðaskóla voru eftirfarandi nemendur valdir sem fulltrúar skólans: Brynja Blöndal 7. A.R., Erla Rut Eggertsdóttir 7. A.R., Hugrún Elvarsdóttir 7. M.Á., Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson 7. L.K. og til vara Pétur Geir Magnússon 7. L.K

Fulltrúi Sjálandsskóla í lokahátíðinni verður Arna Sirrý Benediktsdóttir. Ásta varð í 2. sæti og Haffa í 3. sæti.

Lokahátíðin verður haldin í Tónlistarskóla Garðabæjar þriðjudaginn 20. mars kl. 17.

Þar munu nemendur úr Garðabæ og úr Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi flytja viðstöddum svipmyndir úr skáldsögunni Sjáumst aftur eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur og ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Loks flytja nemendur eitt ljóð að eigin vali.  Nemendur Tónlistarskólans munu einnig troða upp með söng og hljóðfæraleik.

Lokahátíðin er skemmtilegur menningarviðburður og opin öllum áhugasömum.

 

Fulltrúar Flataskóla.

Fulltrúar Hofsstaðaskóla.

Fulltrúar Sjálandsskóla.