8. maí 2007

Skemmtileg afmælishátíð í Bókasafni Garðabæjar

Skemmtileg afmælishátíð í Bókasafni Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Bókasafn Garðabæjar heldur upp á 25 ára afmæli sitt núna í vor.  Í tilefni afmælisins hafa verið haldnar ýmsar uppákomur á vegum safnsins og menningar- og safnanefndar Garðabæjar.  Laugardaginn 5. maí sl. var gestum og gangandi boðið að þiggja afmælistertu í safninu og fjölmörg skemmtiatriði voru í boði fyrir allan aldur.  Fjölmargir Garðbæingar lögðu leið sína á safnið um helgina.  Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá afmælisveislunni sl. laugardag.


,,Línu langsokkur" voru mættar til að skemmta gestum og gangandi.
Smellið á myndirnar til að stækka þær.


Oddný Björgvinsdóttir forstöðumaður safnsins bauð gesti velkomna.


Ylfa Marín og Eyrún Inga, nemendur í Garðaskóla, fluttu lag úr söngleiknum Fiðlarinn á þakinu sem verður frumsýndur í Garðaskóla 15. maí nk.


Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur sagði gestum frá uppáhalds barnabókum sínum og fjallaði sérstaklega um bókina um Línu eftir Astrid Lindgren.


Jósafat mannahrellir og Tóta tannálfur (persónur úr sögunni um Benedikt búálf) komu í heimsókn og sungu nokkur vel valin lög fyrir áhorfendur.


Áhorfendur skemmtu sér vel og þekktu greinilega vel lögin sem voru sungin.