13. júl. 2007

Stjörnustrákar stóðu sig vel á Akureyri

N1 mótið_Akureyri_júlí2007
  • Séð yfir Garðabæ

 

Stór hópur Stjörnustráka í 5. flokki fótbolta ásamt foreldrum héldu til Akureyrar dagana 4-8. júlí sl. til að taka þátt í N1 mótinu.  Strákarnir sem kepptu voru 63 talsins í samtals 7 liðum og náðist sá einstaki árangur að öll liðin 7 komust í 8 liða úrslit keppninnar. Fyrir þann einstaka árangur fékk Stjarnan sérstakan bikar. C-liðið stóð uppi sem sigurvegari og E-liðið hafnaði í 3.sæti.

Að sögn Þorláks Árnasonar þjálfara er það í fyrsta sinn í 20 ára sögu keppninar sem eitt félag hafi tekist að koma öllum sínum 7 liðum í úrslitakeppnina og erfitt verður að ná slíkum árangri aftur. Mótið gekk mjög vel og strákarnir stóðu sig vel bæði utan vallar sem innan og góð skemmtileg stemning var í hópnum.

Á heimasíðu Stjörnunnar, www.stjarnan.is, eru fleiri fréttir af góðum árangri yngri sem eldri flokka í fótboltamótum sumarsins.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af liðunum sem tóku þátt í mótinu á Akureyri.