1. ágú. 2007

Íþróttaskólinn heimsækir bókasafnið

Íþróttaskólinn heimsækir bókasafnið
  • Séð yfir Garðabæ

Krakkarnir úr Íþróttaskóla Stjörnunnar og Heilsuskólans okkar hafa komið í nokkrar heimsóknir á Bókasafn Garðabæjar í sumar.

Í heimsóknunum hefur m.a. verið lögð áhersla að spjalla við börnin um mikilvægi þess að borða hollan mat og hreyfa sig. Einning hefur verið fjallað um vináttuna.

Jóhanna G. Ólafsson kennaranemi og starfsmaður bókasafnsins hefur séð um að taka á móti krökkunum í sumar og m.a. sagt þeim sögu um tvo félaga sem héldu af stað í göngu á Esjuna. Sagan er hluti af verkefni sem Jóhanna vann ásamt stöllu sinni í heimilsfræði í KÍ. Ferð þeirra félaga á Esjuna hefur m.a. það að markmiði að bæta vináttuna og gefa innsýn í hvað er hollt að borða og hvað ekki þegar lagt er að stað í fjallgöngu.

Krakkarnir og leiðbeinendur þeirra hafa verið ánægðir með heimsóknirnar sem þykja hafa tekist vel.

Mynd frá heimsókn íþróttaskólans á bókasafnið

Jóhanna G. Ólafsson fræðir nemendur íþróttaskólans á
Bókasafni Garðabæjar