5. sep. 2007

Leikskólastjórar kynntu sér stefnu og starf í leikskólaheimsóknum

Leikskólastjórar kynntu sér stefnu og starf í leikskólaheimsóknum
  • Séð yfir Garðabæ


Leikskólastjórar í Garðabæ fóru ásamt leikskólafulltrúa og forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs í heimsóknir í leikskóla í síðustu viku.

Heimsóttir voru leikskólarnir Berg á Kjalanesi sem er umhverfisvænn leikskóli og leikskólinn Rauðhóll í Norðlingaholti sem tók til starfa í vor.  Leikskólinn í Norðlingaholti er hannaður af Manfred Vilhjálmsyni sem hannaði einnig Garðaskóla.

Leikskólastjórarnir fengu áhugaverðar kynningar á stefnu leikskólana og skoðuðu húsakynni þeirra og starfsemi.



Frá kynnisferðinni