12. okt. 2007

Náttúrufræðistofnun í Urriðaholt

Náttúrufræðistofnun í Urriðaholt
  • Séð yfir Garðabæ


Náttúrufræðistofnun hefur ákveðið að ganga til samninga við Urriðaholt ehf. um að reist verði 3.500 fermetra skrifstofu- og rannsóknarhúsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ.

Náttúrufræðistofnun auglýsti í ágúst eftir tilboðum í staðsetningu og hönnun á nýju húsnæði fyrir stofnunina auk þess sem horft var til fjárhagslegra atriða. Urriðaholt ehf. var meðal þeirra sem sendu inn tilboð og hefur stofnunin nú ákveðið að ganga til samninga við Urriðaholt um byggingu húsnæðis.

Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts segir að það sé afar ánægjulegt að fá Náttúrufræðistofnun í Urriðaholt enda falli starfsemi stofnunarinnar mjög vel að þeirri áherslu sem lögð er á umhverfismál í Urriðaholti.

Stefnt er að því að stofnunin verði flutt í nýtt húsnæði í Urriðaholti haustið 2009.

 



Frá Urriðaholti