24. jún. 2009

Lampa og nýsköpunarkeppni

Við skólaslit Hofsstaðaskóla fyrr í mánuðinum voru veitt verðlaun fyrir hönnunarverkefni sem IKEA hefur styrkt við skólann í vetur. Í Hofsstaðaskóla hefur áhugi á nýsköpun og hönnun aukist ár frá ári
  • Séð yfir Garðabæ

 

Við skólaslit Hofsstaðaskóla fyrr í mánuðinum voru veitt verðlaun fyrir hönnunarverkefni sem IKEA hefur styrkt við skólann í vetur. Í Hofsstaðaskóla hefur áhugi á nýsköpun og hönnun aukist ár frá ári og er kennarinn Sædís Arndal dugleg við að senda þessar frábæru hugmyndir nemenda sinna inn í Nýsköpunarkeppni grunnskólabarna.  Að auki heldur skólinn sína eigin nýsköpunarkeppni fyrir 5. bekk og í ár var hún haldin í fjórða sinn.

 

Einnig var haldin Lampasamkeppni fyrir nemendur 6. bekkjar í smíðavali. Þar fá nemendur 20 ljósa seríu og endurnýta ýmislegt dót við hönnun sína á lömpunum. Dómari keppninnar var Ástþór Ragnarsson, deildarstjóri listnámsbrautar Iðnskólans í Hafnarfirði.

 

Verðlaun í nýsköpunarkeppni 5. bekkjar Hofsstaðaskóla hlutu:
1. sæti. Grétar Logi Mánason 5. ÖM  - W Vökvunarvél. Tæki
2. sæti.  Eldey Ósk Mánadóttir 5. HK – Ofnæmismælir
3. sæti.  Elísabet Ágústsdóttir 5. ÖM – Rósayddari

Verðlaun í Lampasamkeppni 6. bekkjar Hofsstaðaskóla hlutu:
1. sæti. Helga Þöll Guðjónssdóttir 6. LK
2. sæti. Kári Þór Arnarson 6. BÓ
3. sæti. Óskar Þór Þorsteinsson 6. ÓP

Einnig var “Hönnuður Hofsstaðaskóla” valinn en þann heiður hlaut Sara Líf Sigursteinsdóttir fyrir óvenjulega og skemmtilega hönnun.

 

IKEA styrkti bæði hönnunar- og nýsköpunarsamkeppnirnar fyrr í vetur til efniskaupa og gaf áletraða lampa til sigurvegara ásamt því að koma við skólaslit og veita vegleg verðlaun sem í ár voru Ipod tónlistaspilari. Marel styrkti einnig keppnina með því að gefa myndavélar sem veittar voru í verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í lampakeppninni.  Verðlaunin afhentu þær Snjólaug Aðalgeirsdóttir, markaðsstýra IKEA og Fjóla Kristín Helgadóttir, aðstoðarstarfsmannastjóri IKEA.