17. apr. 2015

Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ

Mikið verður um dýrðir í Garðabæ á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, enda sterk hefð um hátíðahöldin sem hafa ávallt verið í umsjá Skátafélagsins Vífils. Dagskráin hefst laust fyrir kl. 13 við Vídalínskirkju og kl. 14 verður farið í skrúðgöngu niður að Hofsstaðaskóla
  • Séð yfir Garðabæ

Mikið verður um dýrðir í Garðabæ á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl,  enda sterk hefð um hátíðahöldin sem hafa ávallt verið í umsjá Skátafélagsins Vífils. Sumardagurinn fyrsti er um leið afmælisdagur félagsins, en félagið var stofnað á þessum degi árið 1967 og verður því 46 ára á þessu ári.
Auglýsing - hátíðardagskrá (pdf-skjal)

Skátamessa í Vídalínskirkju kl. 13

Dagurinn hefst með fánaathöfn við Vídalínskirkju laust fyrir klukkan 13.00 og skátaguðsþjónustu í kirkjunni strax á eftir. Í kirkjunni verða meðal annars veittar viðurkenningar fyrir starf vetrarins. Við hvetjum alla Garðbæinga til að taka þátt í dagskránni frá upphafi.

Skrúðganga að Hofsstaðaskóla

Skrúðganga hefst eins og venja er fljótlega eftir skátamessuna eða um klukkan 14.00. Gengið verður frá Vídalínskirkju, niður Hofsstaðabraut, eftir Bæjarbraut að Hofsstaðaskóla og inn á hátíðarsvæðið þar. Skátaforingjar úr Vífli sjá um fánaborg í skrúðgöngunni og Blásarasveitin um göngutakt og hressan undirleik.

Dagskrá við Hofsstaðaskóla

Við Hofsstaðaskóla leikur Blásarasveitin nokkur lög og að því loknu hefst skemmtidagskrá. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar, t.d. leiktæki, söng og skemmtiatriði. Veltibíllinn verður á staðnum og hinir landsfrægu Gunni og Felix skemmta á útisviði.

Skátakaffi og afmæliskökur

Í samkomusal Hofsstaðaskóla verður hið víðfræga skátatertuhlaðborð. Þar koma fjölskyldur úr bænum saman, fagna sumarkomunni og styrkja um leið skátastarfið. Allir fara saddir og ánægðir heim að því loknu.

Hönnunarsafn Íslands

Kl. 14 og kl. 15:30 Rannsóknarleiðangur um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? 
Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, smiðja þar sem hægt er búa til heiðursorður og fatnað á dúkkulísur. 
Börn og fullorðnir sem fylgja þeim, fá ókeypis aðgang í safnið þennan dag.  Nánar  á
www.honnunarsafn.is

 

Íþróttamiðstöðin Ásgarður


Kl. 16-18  Sundlaugin í Ásgarði heldur upp á 25 ára afmæli sitt Sumardaginn fyrsta.
Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Listaverk leik- og grunnskóla til sýnis í tilefni af Listadögum barna og ungmenna. 
Heitt á könnunni og ókeypis í sund fyrir alla fjölskylduna milli kl. 16 og 18.

 

Jazzhátíð Garðabæjar

Upphafstónleikar Jazzhátíðar Garðabæjar verða í Kirkjuhvoli kl. 20.30. Tveir einstakir einleikarar, Agnar Már Magnusson á píanó og Björn Thoroddsen á gítar. 

Nánari upplýsingar um Jazzhátíðina.