17. mar. 2017

Góð frammistaða skóla í Garðabæ í undankeppni Skólahreysti í TM höllinni í Mýrinni

Á þriðjudag fór fram þriðji riðill í Skólahreysti þar sem lið Sjálandsskóla og Garðaskóla kepptu og stóðu bæði lið sig með sóma.
  • Séð yfir Garðabæ
Á þriðjudag fór fram þriðji riðill í Skólahreysti þar sem lið Sjálandsskóla og Garðaskóla kepptu og var keppnin haldin í TM höllinni. Bæði lið stóðu sig með miklum sóma og lenti lið Sjálandsskóla í 2.sæti í riðlinum sem gefur þeim möguleika á að komast í lokakeppnina. Lið Garðaskóla lenti í 6. sæti í riðlinum.

Í liði Sjálandsskóla voru Emil Grettir Ólafsson, Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, Vala Ástrós Bjarnadóttir og Orri Geir Andrésson sem öll voru aðalmenn. Varamenn voru Lana Kristín H Dungal og Alexander Arinbjörnsson. Frá Garðaskóla sigraði Helga María Sigurðardóttir keppni í að hanga og Þorbjörn Bragi Jónsson og Aðalheiður G. Kolbeinsdóttir voru í 2. sæti í hraðabrautinni.