28. apr. 2017

Vel heppnuð jazzhátíð

Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í tólfta sinn dagana 20.-22. apríl sl. Í ár var boðið upp á þrenna tónleika að kvöldi til í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Einnig var þéttskipuð dagskrá á laugardeginum þegar boðið var upp á þrenna tónleika að degi til í Kirkjuhvoli, Jónshúsi og Haukshúsi á Álftanesi.

  • Frá Jazzhátíð Garðabæjar 2017
    Frá Jazzhátíð Garðabæjar 2017

Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í tólfta sinn dagana 20.-22. apríl sl. Í ár var boðið upp á þrenna tónleika að kvöldi til í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju.  Einnig var þéttskipuð dagskrá á laugardeginum þegar boðið var upp á þrenna tónleika að degi til í Kirkjuhvoli, Jónshúsi og Haukshúsi á Álftanesi. Að venju var fjölbreytt dagskrá í boði þar sem boðið var upp á ólík stílbrigði jazz við allra hæfi. Margir af bestu jazztónlistarmönnum landsins tóku þátt en auk þess fékk hátíðin góða gesti að utan frá Lúxemborg, Danmörku og Svíþjóð. Hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar fengu einnig tækifæri að koma fram á hátíðinni en þær hituðu upp fyrir tónleikana á kvöldin og áttu stóran þátt í að búa til góða stemningu fyrir tónleikana.

Góð aðsókn var á hátíðina og margir gestir sem lögðu leið sína á alla tónleikana.  Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem stendur að hátíðinni sem er haldin árlega í apríl mánuði og listrænn stjórnandi er Sigurður Flosason.

Á nýrri fésbókarsíðu hátíðarinnar er hægt að sjá fleiri myndir frá tónleikunum.