23. ágú. 2017

Frístundabíllinn hefur akstur mánudaginn 4. september

Frístundabíllinn hefur akstur að nýju mánudaginn 4. september skv. tímatöflu. Frístundabíllinn hefur það hlutverk að keyra börn frá grunnskólum í íþrótta- og tómstundastarf í bænum.
  • Séð yfir Garðabæ

Frístundabíllinn hefur akstur að nýju mánudaginn 4. september skv. tímatöflu. Frístundabíllinn hefur það hlutverk að keyra börn frá grunnskólunum í íþrótta- og tómstundastarf í bænum.

Svo að börn geti nýtt sér frístundabílinn þarf að kaupa ferðir í bílinn, annað hvort eina önn í einu eða allt skólaárið. Hægt er að kaupa ferðirnar á fristundabill.gardabaer.is og ganga frá greiðslu þar. Engin kort eru gefin út heldur fer nafn barnsins á lista sem bílstjórinn er með. 

Nú í haust er sú nýung að bíllinn fer tvisvar á dag til að sækja börn úr Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum og keyrir þau í Tónlistarskólann, Ásgarð eða í Sjálandsskóla. Einnig geta þau börn sem stunda golf á æfingasvæði GKG nýtt sér þessar ferðir þangað.

Allar frekari upplýsingar um frístundabílinn sem og tímatöflu má finna á heimasíðu Garðabæjar.