13. nóv. 2017

Léttleiki og dramatík hjá Camerarctica

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ var haldin í fimmta sinn í haust og að þessu sinni var boðið upp á þrenna tónleika. Tónleikarnir voru haldnir fyrsta þriðjudag frá september fram til byrjun nóvember og allir fóru fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. Síðustu tónleikar haustsins voru haldnir þriðjudaginn 7. nóvember sl. þegar Kammerhópurinn Camerarctica steig á svið og flutti verk eftir Weber, Mozart og Glinka undir yfirskriftinni ,,Léttleiki og dramatík".
  • Séð yfir Garðabæ

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ var haldin í fimmta sinn í haust og að þessu sinni var boðið upp á þrenna tónleika. Tónleikarnir voru haldnir fyrsta þriðjudag frá september fram til byrjun nóvember og allir fóru fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund.  

Síðustu tónleikar haustsins voru haldnir þriðjudaginn 7. nóvember sl. þegar Kammerhópurinn Camerarctica steig á svið og flutti verk eftir Weber, Mozart og Glinka undir yfirskriftinni ,,Léttleiki og dramatík".  Verkin áttu það sameiginlegt að hrífast af litrófi klarinettunnar og tónsviði þess. 

Camerarctica heldur um þessar mundir upp á 25 ára starfsamæli sitt og hópurinn var að þessu sinni skipaður af Ármanni Helgasyni klarinettuleikara, Hildigunni Halldórsdóttur fiðluleikara, Bryndísi Pálsdóttiu fiðluleikara, Svövu Bernharðsdóttur víóluleikara, Sigurði Halldórssyni sellóleikara og Ingunni Hildi Hauksdóttur píanóleikara. Sérstakur gestur á þessum síðustu tónleikum var sópransöngkonan Ingibjörg Guðjónsdóttir sem er einnig listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar.

Það var fjölmennt á tónleikunum og meðal tónleikagesta voru einnig nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar sem hafa fengið ókeypis aðgang að tónleikaröðinni.  Þriðjudagsklassík er á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og listrænn stjórnandi frá upphafi er Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona og kórstjóri.

Á meðfylgjandi mynd með frétt má sjá hluta af Camerarctica á sviðinu þar sem þau Ármann Helgason, Sigurður Halldórsson og Ingunn Hildur Hauksdóttir leika Tríó Pathétique eftir Glinka. 

Þriðjudagsklassík heldur úti fésbókarsíðu þar sem lesa má nánar um tónleikana sem hafa verið haldnir þetta haustið. Þriðjudagsklassík á facebook