24. nóv. 2017

Jólatré frá vinabænum Asker

Á hverju ári fær Garðabær jólatré frá vinabænum Asker í Noregi. Þessi vinargjöf á sér langa hefð en í ár er það í 48. sinn sem Garðabær fær jólatré þaðan. . Að þessu sinni var jólatréð fengið úr garði íbúa í Asker og um er að ræða veglegt tré eins og sjá má á meðfylgjandi myndum með fréttinni
  • Séð yfir Garðabæ

Á hverju ári fær Garðabær jólatré frá vinabænum Asker í Noregi. Þessi vinargjöf á sér langa hefð en í ár er það í 48. sinn sem Garðabær fær jólatré þaðan. . Að þessu sinni var jólatréð fengið úr garði íbúa í Asker og um er að ræða veglegt tré eins og sjá má á meðfylgjandi myndum með fréttinni sem voru teknar þegar tréð var fellt fyrir stuttu síðan. Svo er að vona að tréð þoli flutninginn vel og sómi sér vel á Garðatorginu fyrir framan ráðhús Garðabæjar þar sem tréð verður sett upp.  

Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu laugardaginn 2. desember kl. 16 við hátíðlega athöfn. Sjá nánari upplýsingar um dagskrána hér í viðburðadagatalinu.

Vinabæjasamstarf Garðabæjar

Garðabær hefur átt í vinabæjasamstarfi við sveitarfélög á Norðurlöndunum frá árinu 1966.  Vinabæir Garðabæjar eru Asker í Noregi, Rudersdal í Danmörku, Eslöv í Svíþjóð og Jakobstad í Finnlandi.  Hér á vef Garðabæjar má lesa meira um vinabæjasamstarfið.