14. feb. 2018

Seglar með viðmið um skjánotkun

Í framhaldi af forvarnaviku sem haldin var í leik- og grunnskólum Garðabæjar í október sl. lét mannréttinda- og forvarnanefnd Garðabæjar útbúa segla með viðmiðum um skjánotkun. Öllum börnum í leik- og grunnskólum Garðabæjar verður gefinn segull og verður hann afhentur í skólunum á næstu dögum.

  • Skjátímasegull
    Skjátímasegull

Í framhaldi af forvarnaviku sem haldin var í leik- og grunnskólum Garðabæjar í október sl. lét mannréttinda- og forvarnanefnd Garðabæjar útbúa segla með viðmiðum um skjánotkun. Öllum börnum í leik- og grunnskólum Garðabæjar verður gefinn segull og verður hann afhentur í skólunum á næstu dögum.  Það er von mannréttinda- og forvarnanefndar að segullinn fái sinn stað á heimilinu þar sem allir geta séð hann og að segulinn verði til áminningar um að sýna skynsemi í skjánotkun og stilla notkun í hof. 

,,Er síminn barnið þitt?"

Umfjöllunar og viðfangsefni forvarnavikunnar sl. haust voru málefni tengd skjá- og símanotkun, bæði barna og foreldra.  Við undirbúning vikunnar fengu nemendur að koma með tillögur að slagorði og einnig var haldin teiknisamkeppni tengd slagorðinu.  ,,Er síminn barnið þitt?" varð fyrir valinu sem slagorð vikunnar.  Mynd eftir Hafdísi Rut Halldórsdóttur, nemanda í Sjálandsskóla, er ein mynda sem fékk viðurkenningu og prýðir nú segulinn með viðmiðunum um skjánotkunina. 

Hér má finna frétt um forvarnaviku í skólum Garðabæjar 2017

Bréf mannréttinda-og forvarnanefndar til foreldra skólabarna í Garðabæ sem fylgir seglinum.

Einnig geta íbúar nálgast seglana í þjónustuveri Garðabæjar að Garðatorgi 7.