19. mar. 2018

Flatóvision 2018

Hið árlega Flatóvision fór fram í Flataskóla í Garðabæ fimmtudaginn 15. mars síðastliðinn. Um er að ræða einn þátt í eTwinningverkefninu Schoolovision sem er verkefni margra skóla í Evrópu.

  • Flatóvision
    Flatóvision

Hið árlega Flatóvision fór fram í Flataskóla í Garðabæ fimmtudaginn 15. mars síðastliðinn. Um er að ræða einn þátt í eTwinningverkefninu Schoolovision sem er verkefni margra skóla í Evrópu en Flataskóli er fulltrúi Íslands í verkefninu.

Flatóvision er undankeppni fyrir Schoolovision en sigurframlagið er sent í þá keppni.

Átta atriði komu fram í Flatóvision í ár eða tvö frá hverjum árgangi í 4. til 7. bekk. Að þessu sinni komu sigurvegararnir úr 4. bekk með Eurovisionlaginu "Is it true?" sem var framlag Íslands í  Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. 

Dómnefndin í ár var ekki af verri endanum. Ari Ólafsson, sigurvegari söngvakeppninnar í ár, kom sem utanaðkomandi dómari ásamt Hjördísi Ástráðsdóttur, fræðslustjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar og tveimur nemendum úr nemendaráði Garðaskóla, þeim Hildi og Thelmu.

Frétt Flataskóla um viðburðinn.