12. apr. 2018

Skráning í Vinnuskóla Garðabæjar hefst 1. maí

Áætlað er að opna fyrir skráningu í Vinnuskólann 1. maí næstkomandi. Vinnuskólinn er fyrir ungmenni á aldrinum 14.-16 ára, fædd árin 2002, 2003 og 2004.

  • Vinnuskóli
    Vinnuskóli

Áætlað er að opna fyrir skráningu í Vinnuskólann 1. maí næstkomandi.  Vinnuskólinn er fyrir ungmenni á aldrinum 14.-16 ára, fædd árin 2002, 2003 og 2004.  Í Vinnuskólanum vinna ungmennin almenn störf eins og garðyrkju, gróðursetningu og hirðingu á lóðum og opnum svæðum bæjarins  Fyrir eldri árgangana eru einnig í boði nokkur aðstoðarstörf hjá stofnunum og félögum í Garðabæ.

 

Hér er hægt að lesa sig til um fyrirkomulag Vinnuskólans síðasta sumar, líklegt er að það verði með svipuðu móti nú í sumar.  Dagsetningar breytast eitthvað og ekki er hægt að skrá börnin fyrr en opnað verður fyrir skráningu á ráðningarvef Garðabæjar.