17. apr. 2015

Fuglalíf á Álftanesi

Umhverfisnefnd efndi til fræðslufundar á Bjarnastöðum á Álftanesi miðvikudagskvöldið 15. apríl sl. Þar var kynnt viðamikil rannsókn á fuglalífi á Álftanesi – Fugla í fjörum, á grunnsævi, tjörnum og túnum árið 2014. Annar höfunda skýrslunnar Jóhann Óli Hilmarsson sagði frá rannsókninni og sýndi fjölda mynda og korta
  • Séð yfir Garðabæ

Umhverfisnefnd efndi til fræðslufundar á Bjarnastöðum á Álftanesi miðvikudagskvöldið 15. apríl sl. Þar var kynnt viðamikil rannsókn á fuglalífi á Álftanesi – Fugla í fjörum, á grunnsævi, tjörnum og túnum árið 2014. Annar höfunda skýrslunnar Jóhann Óli Hilmarsson sagði frá rannsókninni og sýndi fjölda mynda og korta. Kynningarfundurinn var haldinn í samstarfi við Fugla og náttúruverndarfélag Álftaness. Góður rómur var gerður af kynningu Jóhanns og margar fyrirspurnir komu fram á fundinum.

Fuglaskýrsluna er hægt að nálgast hér á vef Garðabæjar.

Á meðfylgjandi mynd með frétt eru Jóna Sæmundsdóttir formaður umhverfisnefndar, Jóhann Óli Hilmarsson annar höfundur rannsóknaskýrslunnar og Kristinn Guðmundsson formaður Fugla og náttúruverndarfélags Álftaness.