26. apr. 2010

Vel heppnuð jazzhátíð

Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í fimmta sinn dagana 22.-25. apríl sl. Í boði voru fjölmargir tónleikar víðs vegar um bæinn. Í ár var einnig boðið upp á tónleika í félagsmiðstöð eldri borgara Jónshúsi og gestir kunnu vel að meta þá nýjung. Hin danska jazzsöngkona Cathrine Legardh
  • Séð yfir Garðabæ

Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í fimmta sinn dagana 22.-25. apríl sl. Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem stendur fyrir hátíðinni og styrktaraðili er Íslandsbanki í Garðabæ. Í boði voru fjölmargir tónleikar víðs vegar um bæinn.  Hátíðin hófst að venju með tónleikum að kvöldi til Sumardaginn fyrsta í hátíðarsal FG þar sem m.a. hljómsveitin Mezzoforte steig á svið. 

 

Í ár var einnig boðið upp á tónleika í Jónshúsi, félagsmiðstöð eldri borgara, og gestir kunnu vel að meta þá nýjung. Hin danska jazzsöngkona Cathrine Legardh flutti þar nokkur vel valin lög ásamt íslenskum meðleikurum.  Cathrine og félagar héldu einnig tónleika í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli laugardagskvöldið 24. apríl.  Á föstudagskvöldinu hélt Agnar Már Magnússon einleikstónleika í safnaðarheimilinu og tónleikarnir í Kirkjuhvoli voru vel sóttir bæði föstudags- og laugardagskvöldið.

 

Lokatónleikar Jazzhátíðar Garðabæjar fóru fram í Vídalínskirkju sunnudagskvöldið 25. apríl með þátttöku kirkjukórs Vídalínskirkju og Gospelkórs Jóns Vídalín. Hátíðin hefur farið vaxandi með hverju ári og greinilegt að Garðbæingar sem og aðrir kunna vel að meta þá dagskrá sem er í boði. 

 

Frétt um tónleikana 22. apríl.

 

 

 


Cathrine Legardh ásamt íslenskum meðleikurum á tónleikum í félagsmiðstöðinni Jónshúsi.


Áhorfendur í Jónshúsi


Einar Scheving trommuleikari


Kór Vídalínskirkju ásamt Sigurði Flosasyni.


Áhorfendur á fjölmenntu lokatónleika Jazzhátíðar Garðabæjar í Vídalínskirkju sunnudagskvöldið 25. apríl.