28. apr. 2023

Nemendur í Sjálandsskóla valdir Varðliðar umhverfisins 2023

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, útnefndi nemendur í Sjálandsskóla Varðliða umhverfisins. Nemendur á miðstigi og í 9. bekk Sjálandsskóla unnu á þemadögum verkefni um umhverfisvernd, endurvinnslu og endurnýtingu.

  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ásamt fulltrúum Sjálandsskóla, sem eru Varðliðar umhverfisins 2023.
    Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ásamt fulltrúum Sjálandsskóla, sem eru Varðliðar umhverfisins 2023.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, útnefndi nemendur í Sjálandsskóla  Varðliða umhverfisins. Nemendur á miðstigi og í 9. bekk Sjálandsskóla unnu á þemadögum verkefni um umhverfisvernd, endurvinnslu og endurnýtingu.

Markmið þemadaganna var gera nemendur meðvitaða um eigin þátttöku í neyslusamfélagi og velta upp hvað við getum gert sem einstaklingar til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Gerðu nemendur 9. bekkjar m.a. úttekt á orkunotkun rafmagnstækja og matarsóun á eigin heimili og bentu á leiðir til úrbóta. Þá gáfu nemendurnir úrgangi nýtt líf með því að endurnýta með skapandi hætti efnivið sem fannst í endurvinnslutunnum heimilanna. Nemendur á miðstigi endurnýttu á sama tíma efnivið sem annars hefði endað í ruslinu á skapandi hátt og hvöttu með því samfélagið til hugsa margnota frekar en einnota, m.a. með sköpun tónverka sem leikin voru á heimatilbúin hljóðfæri sem búin voru til úr plastúrgangi.

Var það mat valnefndar að verkefni Sjálandsskóla hafi gefið nemendum tækifæri til að öðlast djúpan skilning á þeirra eigin þátttöku í ósjálfbæru neyslusamfélagi með vísindalegum vinnubrögðum, gagnasöfnum og skapandi úrlausnum. Nemendur hafi með þessu verið þátttakendur í jákvæðum breytingum í umhverfismálum sem náðu til nærsamfélagsins og séu þar með bæði í orði og verki sannkallaðir varðliðar umhverfisins.

Rökstuðningur valnefndar Varðliðanna