10. sep. 2020

Nemar í leikskólakennarafræðum

Garðabær leggur áherslu að styðja vel við nýliðun leikskólakennara til að efla leikskólastigið.

  • Nemar í leikskólakennarafræðum
    Á meðfylgjandi mynd með frétt má sjá styrkhafa sem skrifuðu undir námssamninga við Garðabæ 10. september sl. ásamt leikskólastjórum, leikskólafulltrúa og mannauðsstjóra Garðabæjar.

Garðabær leggur áherslu að styðja vel við nýliðun leikskólakennara til að efla leikskólastigið. Sérstakir styrkir eru veittir árlega til starfsmanna á leikskólum Garðabæjar sem eru að hefja nám í leikskólakennarafræðum. Styrkirnir eru í formi launaðs leyfis þannig að nemendur geti stundað nám með vinnu í leikskóla en einnig vegna greiðslu á skráningargjöldum og bókakostnaði.

Styrkirnir eru veittir í mislangan tíma og fer það eftir þeirri námsleið sem valin hefur verið. Þeir sem stunda nám til M. Ed gráðu í leikskólakennarafræðum fá styrki til tveggja ára en þeir sem eru að fara í fullt M.Ed nám fá styrki til fimm ára. Einnig eru veittir styrkir til þeirra er stunda nám við leikskólabrú Borgarholtsskóla.

Alls hafa 14 starfsmenn leikskóla Garðabæjar hlotið styrk til náms í leikskólakennarafræðum á síðustu árum og tveir hafa lokið náminu. Það er mikill fengur fyrir leikskólasamfélagið að fjölga leikskólakennurum og styrkveitingarnar eru liður í markvissum aðgerðum Garðabæjar til þess.