29. ágú. 2022 Bókasafn Hönnunarsafn Menning og listir

Menningarhaust að hefjast í Garðabæ

Skemmtilegir viðburðir fyrir alla fjölskylduna, fyrirlestrar um áhugaverð málefni, allskyns tónlist og stemning einkennir menningardagskrá haustsins í Garðabæ sem er nú komin á prent og verður borin út á næstu dögum.

Skemmtilegir viðburðir fyrir alla fjölskylduna, fyrirlestrar um áhugaverð málefni, allskyns tónlist og stemning einkennir menningardagskrá haustsins í Garðabæ sem er nú komin á prent og verður borin út á næstu dögum.

Meðal nýjunga í haustdagskránni er listahátíðin Rökkvan sem fer fram föstudagskvöldið 28. október. Hátíðin er skipulögð af frábærum hópi ungmenna í samstarfi við menningar- og safnanefnd en það eru þau Einar Örn Magnússon, Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Alexandra Rós Norðkvist, Bryndís Magnúsdóttir og Matthías Helgi Sigurðarson sem munu skipuleggja hátíðina í þaula. Tónlistin verður í fyrirrúmi líkt og var með Tónlistarveislu í skammdeginu en nú fá ungmennin tækifæri til að setja sitt mark á dagskrána og gefa ungum tónlistarmönnum tækifæri á að koma fram jafnt sem myndlistarmönnum, ljóðskáldum og fleirum sem munu leggja sitt af mörkum til að listahátíðin Rökkvan gleðji bæjarbúa en hátíðin mun fara fram á Garðatorgi og ljúka með tónleikum í glerhýsinu vá Garðatorgi 1-4.

Á Bókasafni Garðabæjar verður meðal annars hægt að hlýða á upplestur um leið og gestir prjóna en það er nýjung en einnig er nú hægt að nota saumavél, þrívíddarprentara ofl. nýjungar á safninu á Garðatorgi 7.

Á Hönnunarsafni Íslands verður hattagerðarfólk í vinnustofudvöld frá 13. september til loka nóvember en gestir munu geta fylgst með þeim gera forkunarfagra hatta en þau munu einnig bjóða upp á námskeið sem verða auglýst síðar.

Dagskráin ætti að berast mörgum innum lúguna á morgun þriðjudag en hægt verður að fá eintök í þjónustuveri Garðabæjar, Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafninu. Einnig er hægt að skoða dagskrána á PDF formi hér.