30. jún. 2020

Menningarfulltrúi Garðabæjar tekur til starfa

Ólöf Breiðfjörð er nýr menningarfulltrúi Garðabæjar og tók til starfa í byrjun júní.

  • Ólöf Breiðfjörð við Krók á Garðaholti
    Ólöf Breiðfjörð, nýr menningarfulltrúi Garðabæjar, hér við burstabæinn Krók, fagnar tækifærinu að starfa við fjölbreytt verkefni á sviði menningar í Garðabæ.

Ólöf Breiðfjörð er nýr menningarfulltrúi Garðabæjar en hún var ráðin úr hópi 39 umsækjenda og tók til starfa í byrjun júní. Staðan er ný af nálinni og er ætlað að efla starfsemi Hönnunarsafns Íslands, Bókasafns Garðabæjar, minjagarðsins Hofsstaða, burstabæjarins Króks og aðra starfsemi á sviði menningar í bænum.

Undanfarin fjögur ár hefur Ólöf starfað sem viðburðastjóri Menningarhúsanna í Kópavogi þar sem hún byggði upp menningarstarf í bænum með sérstaka áherslu á börn og fjölskyldur. Ólöf var kynningarstjóri Þjóðminjasafnsins um nokkurra ára skeið en hún er þjóð- og safnafræðingur að mennt.