27. okt. 2022 Garðatorg – miðbær Menning og listir

Listahátíðin Rökkvan á Garðatorgi

Föstudagskvöldið 28. október verður listahátíðin Rökkvan haldin í fyrsta sinn á Garðatorgi.  Hátíðin er ætluð öllum aldurshópum og Garðatorgið verður fullt af lífi, fjöri og list þetta kvöld. Myndlist, listamarkaður, tónlistardagskrá ungs fólks og Stuðmenn stíga á svið í lok kvölds. 

  • Rökkvan Stuðmenn 28. október 2022
    Listahátíðin Rökkvan 28. október 2022

Það eru 6 ungir listamenn úr Garðabæ sem skipuleggja listahátíðina Rökkvuna í samstarfi við menningarfulltrúa Garðabæjar.  Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem stendur að hátíðinni.

Myndlist og sýningar á Rökkvunni

Dagskráin byrjar kl.18 með opnun á nýrri sýningu, Diether Roth: Grafísk verk á pallinum í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg. Kl. 18:20 koma tónlistarmennirnir Kusk og Óviti koma fram kl. 18:20 í anddyri safnsins. Haustsýning myndlistarfélagsins Grósku verður opnuð föstudaginn 28. október kl. 18:30-22 í Gróskusalnum á 2. hæð, Garðatorgi 1, og einnig á torginu fyrir framan. Þema sýningarinnar er rökkur. Um kvöldið verður einnig listamarkaður ungs fólks sem opnar kl. 19.

Stuðmenn stíga á svið

Klukkan 19 hefst tónlistardagskrá með ungum og efnilegum listamönnum á sviðinu í glerbyggingunni á Garðatorgi 4. Fram koma m.a. Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar, Spagló & Eik, Sigga Ózk, Rökkvubandið og að lokum stíga Stuðmenn á svið kl. 21.

Hér í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar er hægt að sjá tímasett dagskrá á sviðinu.

Viðburður á facebook síðu Garðabæjar.

Facebook síða listahátíðannar Rökkvu.