30. nóv. 2018

Klifurveggur vígður í Holtakoti

Miðvikudaginn 27. nóvember sl. var opið hús og rauður dagur/jólapeysudagur í leikskólanum Holtakoti á Álftanesi. Foreldrum og öðrum ættingjum var boðið að koma í heimsókn, skoða listaverk barnanna og gæða sér á heitu súkkulaði, kaffi, smákökum og heimabökuðu kryddbrauði. Þá var klifurveggur leikskólans vígður.

  • Klifurveggurinn vígður
    Klifurveggurinn vígður

Miðvikudaginn 27. nóvember sl. var opið hús og rauður dagur/jólapeysudagur í leikskólanum Holtakoti á Álftanesi. Foreldrum og öðrum ættingjum var boðið að koma í heimsókn, skoða listaverk barnanna og gæða sér á heitu súkkulaði, kaffi, smákökum og heimabökuðu kryddbrauði.

Börnin í tveimur elstu árgöngum leikskólans léku í helgileik sem hefð hefur skapast fyrir undanfarin ár og stóðu sig að sjálfsögðu með stakri prýði. 

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar vígði svo formlega klifurvegg sem hefur verið í vinnslu í leikskólanum síðustu vikur en leikskólinn fékk styrk úr þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ fyrir verkefninu. Elmar Orri Gunnarsson klifurkennari og yfirþjálfari í klifurhúsinu aðstoðaði leikskólann með uppsetningu og hönnun á veggnum en Holtakot er fyrsti leikskólinn í Garðabæ til þess að setja slíkan vegg upp.

Klifurveggurinn vígður

Klifurveggurinn vígður

Helgileikur á Holtakoti

Starfsfólk í jólapeysum