8. des. 2017

Jólastemning á Garðatorgi

Laugardaginn 1. desember sl. voru ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð kemur frá vinabænum Asker í Noregi og þetta var í 49. sinn sem Garðbæingar fengu þessa vinagjöf frá Asker.

  • 1. desember á Garðatorgi
    1. desember á Garðatorgi

Laugardaginn 1. desember sl. voru ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð kemur frá vinabænum Asker í Noregi og þetta var í 49. sinn sem Garðbæingar fengu þessa vinagjöf frá Asker.

Fjölmenni mætti á torgið þrátt fyrir kulda. Athöfnin hófst með fallegum tónum blásarasveitar Tónlistarskóla Garðabæjar og því næst steig á svið barnakór leikskólans Hæðarbóls og flutti nokkur jólalög fyrir gesti. Hilmar Ingólfsson, formaður Norræna félagsins í Garðabæ bauð gesti velkomna og Hilde Svartdal Lunde sendiherra Noregs á Íslandi afhenti svo jólatréð fyrir hönd Asker. Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, veitti trénu viðtöku. Börn í skólakór Hofsstaðaskóla sungu nokkur vel valin jólalög og ekki leið á löngu þar til jólasveinar komu upp á svið og skemmtu gestum á öllum aldri.  

Fyrr um daginn var einnig margt um að vera í miðbæ Garðabæjar. Í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi var boðið upp á leiksýninguna ,,Sigga og skessan í jólaskapi“ og í Hönnunarsafni Íslands var ókeypis aðgangur í tilefni dagsins.  Í safninu stóðu yfir sýningarnar ,,Og andefni – vinnustofusýning“ og ,,Safnið á röngunni með Einari Þorsteini“. Þá var smástundamarkaður í Hönnunarsafninu. 


1. desember á Garðatorgi

1. desember á Garðatorgi

1. desember á Garðatorgi