25. jún. 2018

Ísland-Króatía á Garðatorgi

Leikur Íslands og Króatíu á HM í knattspyrnu karla verður sýndur á risaskjá á Garðatorgi í Garðabæ þriðjudaginn 26. júní kl. 18:00. Um er að ræða þriðja leik liðsins á mótinu en tveir fyrstu leikirnir voru einnig sýndir á risaskjá á torginu.

  • HM á Garðatorgi
    HM á Garðatorgi - bein útsending á risaskjá þriðjudaginn 26. júní kl. 18:00. Ísland - Króatía

Leikur Íslands og Króatíu á HM í knattspyrnu karla verður sýndur á risaskjá á Garðatorgi í Garðabæ þriðjudaginn 26. júní kl. 18:00. Um er að ræða þriðja leik liðsins á mótinu en tveir fyrstu leikirnir voru einnig sýndir á risaskjá á torginu.

Garðatorgið er grænt og vænt þessa dagana þar sem gervigras hefur verið lagt þar á og verður fram yfir leikinn á þriðjudag.  Þar geta gestir staðið eða tyllt sér á plaststóla, einnig eru áhorfendur hvattir til að taka með sér útilegustóla að heiman og koma með á torgið.

Veitingahús á Garðatorgi verða sem fyrr með veitingasölu fyrir og á meðan á leik stendur.

Austari hluta Garðatorgsins verður lokað fyrir bílaumferð á meðan á leiknum stendur en opið er á bílastæðum austan megin á torginu, norðan megin/Hrísmóamegin við Garðatorgið og austan við Garðatorg 7. 

Facebook viðburðurinn.