24. apr. 2023

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi hefst 22. maí

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi mun hefjast 22. maí 2023 í Garðabæ og taka um átta vikur. Með breyttu fyrirkomulagi verður sorp flokkað í plast, pappír, lífrænt og almennan úrgang.

  • Flokkad-Gardabaer

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi mun hefjast 22. maí 2023 í Garðabæ (og á öllu höfuðborgarsvæðinu) og taka um átta vikur. Með breyttu fyrirkomulagi verður sorp flokkað í plast, pappír, lífrænt og almennan úrgang. Breytingar byggja á lögum um meðhöndlum úrgangs sem samþykkt voru á Alþingi í júlí 2021 og kveða á um að skylt verður að safna við öll heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, og pappír og pappa. Þetta er stórt framfaraskref í umhverfis- og loftslagsmálum en stærsta breytingin er að heilimili munu fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnum fyrir pappír og plast. Tunnur munu byrja að berast heimilum síðari hluta maí.

Á hverju heimili verður fjórum úrgangsflokkum safnað:

Merki-Fjorflokkarnir
  • Matarleifar
  • Pappír og pappi
  • Plastumbúðir
  • Blandaður úrgangur


Tunnum verður skipt út þegar innleiðing hefst og reynt verður eftir fremsta megni að fjölga tunnum sem minnst. Fjölgun tunna við sérbýli getur þó kallað á breytingar á sorpgeymslu eða lóð. Fyrst um sinn fá sérbýli afhentar nýjar tunnur og má þá búast við þremur tunnum við hvert heimili, ein fyrir plast, önnur fyrir pappír og sú þriðja verður tvískipt fyrir matarleyfar og blandaðan úrgang. Haustið 2023 verður farið í að skoða breyttar útfærslur, en fyrst um sinn fær fólk staðlaðar tunnur. 

Allar nánari upplýsingar um innleiðinguna má nálgast á vefnum www.flokkum.is.