7. jan. 2022

Íbúafundur um deiliskipulag íbúðabyggðar við Víðiholt og deiliskipulag hesthúsabyggðar á Álftanesi

Kynningarfundur um deiliskipulagstillögurnar  sem átti að halda 13. janúar verður haldinn fimmtudaginn 27. janúar nk. kl. 17-18:30.  Nánar verður tilkynnt um staðsetningu og fundarform þegar fyrir liggur hvernig samkomutakmarkanir verða á þeim tíma.

  • Víðiholt deiliskipulag

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur auglýst tillögur að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Víðiholt og deiliskipulagi hesthúsabyggðar á félagssvæði hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Kynningarfundur um tillögurnar verður haldinn fimmtudaginn 27. janúar nk. kl. 17-18:30.

Á fundi skipulagsnefndar sem var haldinn 6. janúar var ákveðið að fresta íbúafundinum frá 13.1.2022 til 27.1.2022 til að sjá hvort að breyttar samkomutakmarkanir heimili opin fund með fjöldatakmörkunum. Skoðað verður hvort hægt sé að krefjast niðurstöður úr hraðprófi fyrir fundargesti og þá streymi frá fundinum samhliða ef að takmarka þarf komu gesta, ef að slíkt gengur ekki mun verða haldinn hefðbundinn fjarfundur á þeim degi. Athugasemdafrestur lengist til samræmis við framangreint og verður tvær vikur eftir kynningarfund eða til 10. febrúar.
Sjá viðburð hér.

 

Víðiholt íbúðabyggð – Tillaga að deiliskipulagi - sjá gögn í auglýsingu hér

  • Tillagan nær til óbyggðs svæðis á milli hesthúsabyggðar og íbúðarbyggðar við Asparholt.
  • Tillagan gerir ráð fyrir íbúðarbyggð á 2-3 hæðum, alls 75 íbúðir í fjölbýli og raðhúsum, aðkomuvegi frá Breiðumýri og opnu svæði til norðvesturs.

Hesthúsahverfi í Breiðumýri – Tillaga að deiliskipulagi - sjá gögn í auglýsingu hér

  • Tillagan nær til núverandi hesthúsabyggðar á félagssvæði hestamannafélagsins Sóta.
  • Tillagan tekur m.a. á hesthúsabyggð, félagsheimili, reiðskemmu og reiðstígum en markmiðið með deiliskipulaginu er að svæðið falli vel að nærliggjandi íbúðarbyggð.

Athugasemdarfrestur er framlengdur og verður til 10. febrúar 2022.

Tillögurnar eru aðgengilegar hér á vef Garðabæjar.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ