25. apr. 2023

Hreinsunarátak Garðabæjar er farið af stað!

Venju samkvæmt létu bæjarfulltrúar hendur standa fram úr ermum við Sundlaug Álftaness við Breiðumýri við upphaf átaksins 24. apríl.

  • Hreinsunaratak



Venju samkvæmt létu bæjarfulltrúar hendur standa fram úr ermum við Sundlaug Álftaness við Breiðumýri við upphaf hreinsunarátaksins 24. apríl. 

Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar verður að þessu sinni dagana 24. apríl – 8. maí 2023 og vorhreinsun lóða fer svo fram 8-19. maí.

Hreinsunaratak-23



Íbúar eru hvattir til að sýna gott fordæmi með því að taka nærumhverfi í fóstur og hlúa að því.
Starfsmenn bæjarins munu hirða upp alla poka og annað eftir ruslatínslu bæjarbúa.


  Hreinsunarátak Garðabæjar fer fram 24. apríl -8. maí 2023.
Hægt er að nálgast poka í áhaldahúsinu við Lyngás 18 og þátttakendur eru hvattir til að flokka plast sérstaklega frá öðru rusli í glæran plastpoka.
Stóri Plokkdagurinn er svo á laugardaginn. 

Allar nánari upplýsingar má finna hér.