3. nóv. 2022

Heimsóknir bæjarstjóra í stofnanir

Eftir að Almar Guðmundsson tók við starfi bæjarstjóra Garðabæjar í byrjun júní hefur hann farið í heimsókn í stofnanir bæjarins og kynnt sér starfsemi þeirra.

  • Heimsóknir bæjarstjóra í stofnanir bæjarins.
    Heimsókn bæjarstjóra í Hofsstaðaskóla.

Eftir að Almar Guðmundsson tók við starfi bæjarstjóra Garðabæjar í byrjun júní hefur hann farið í heimsókn í stofnanir bæjarins og kynnt sér starfsemi þeirra.

Á þeim tíma hefur bæjarstjóri heimsótt alla grunnskóla bæjarins ásamt öllum leikskólum og hitti þar starfsfólk sem unnið afar metnaðarfullt starf að undanförnu.

Þá kynnti bæjarstjóri sér meðal annars starfsemi Bókasafns Garðabæjar, Hönnunarsafns, íþróttamannvirkja og sundlauga, þjónustukjarna fyrir fatlað fólk, Tónlistarskóla Garðabæjar og þjónustumiðstöðvar. 

Heimsóknirnar hafa reynst ákaflega gagnlegar og mikilvægar fyrir bæjarstjóra til að fá yfirlit yfir starfsemi þessara stofnana og hitta fyrir starfsfólk þeirra ásamt því að ræða um verkefnin framundan.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá heimsóknunum.

Heimsóknir bæjarstjóra í stofnanir bæjarins.

Heimsóknir bæjarstjóra í stofnanir bæjarins.

Heimsóknir bæjarstjóra í stofnanir bæjarins.

Heimsóknir bæjarstjóra í stofnanir bæjarins.

Heimsóknir bæjarstjóra í stofnanir bæjarins.