24. ágú. 2018

Grunnskólar í Garðabæ settir

Miðvikudaginn 22. ágúst sl. voru grunnskólar í Garðabæ settir og nemendur tóku að streyma að eftir sumarfrí.  Það verða rúmlega 2500 börn í 1.-10. bekk í Garðabæ í vetur, þar af um 200 börn í 1. bekk. Fjölmennustu skólarnir eru Hofsstaðaskóli, Flataskóli og Garðaskóli með um 500 nemendur hver.

  • Skólasetning Flataskóla 2018
    Skólasetning Flataskóla 2018

Miðvikudaginn 22. ágúst sl. voru grunnskólar í Garðabæ settir og nemendur tóku að streyma að eftir sumarfrí.  Það verða rúmlega 2500 börn í 1.-10. bekk í Garðabæ í vetur, þar af um 200 börn í 1. bekk. Fjölmennustu skólarnir eru Hofsstaðaskóli, Flataskóli og Garðaskóli með um 500 nemendur hver.

Þá hefur nýr grunnskóli bæst í hópinn frá því í fyrra þar sem Urriðaholtsskóli tekur á móti börnum í 1-4. bekk en aðeins hluti skólans hefur verið tekinn í notkun.

Almennt hefur gengið vel að manna stöður í skólum og tómstundaheimilum Garðabæjar.

Frekari upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðum grunnskóla Garðabæjar.