23. sep. 2022 Álftanes Íbúasamráð Stjórnsýsla

Góðar umræður á Álftanesi

Þriðji fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Álftanesi miðvikudagskvöldið 21. september sl. Góðar umræður voru á fundinum þar sem spurt var um fjölbreytt málefni s.s. um fráveitumál, sjósund, umferðarhraða og umferðaröryggi á Álftanesvegi, sérfræðiþjónustu í skólum, frístundastarf að sumri, stígagerð og umhirðu á opnum svæðum.

  • Íbúafundur í Álftanesskóla 21. september 2022
    Íbúafundur í Álftanesskóla 21. september 2022

Þriðji fundur í röð íbúafunda í september var haldinn í Álftanesi miðvikudagskvöldið 21. september sl. Á þessum þriðja fundi voru íbúar á Álftanesi boðnir sérstaklega velkomnir.

Í byrjun fundar var Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar með stutt innlegg, því næst voru stuttar kynningar frá þeim Eiríki Birni Björgvinssyni sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, Þóru Gunnarsdóttur forstöðumanni stoðþjónustu og öldrunarþjónustu á fjölskyldusviði, Guðbjörgu Brá Gísladóttur deildarstjóra framkvæmda- og umhverfis og Arinbirni Vilhjálmssyni skipulagsstjóra. Auk þeirra voru fleiri starfsmenn bæjarins til staðar tilbúnir að svara fyrirspurnum.  Góðar umræður voru að loknum kynningum þar sem fundargestir á Álftanesi báru upp margar fyrirspurnir um m.a. fráveitumál á Álftanesi, sjósund við Nesið, umferðarhraða og umferðaröryggi á Álftanesvegi, sérfræðiþjónustu í skólum, frístundastarf að sumri, stígagerð og umhirðu á opnum svæðum.

Íbúafundur í Álftanesskóla 21. september 2022

Fjórði og síðasti fundur þriðjudaginn 27. september í Sjálandsskóla

 
Fjórði og síðasti fundurinn í fundaröðinni verður haldinn þriðjudaginn 27. september í Sjálandsskóla og þar eru íbúar Arnarness, Akrahverfis, Ásahverfis, Garðahverfis, Garðahrauns, Prýðishverfis, í Grundum, í Hleinum, í Hólum og Sjálandshverfis sérstaklega velkomnir.

Fyrir áhugasama sem vilja fylgjast með en komast ekki á fundinn verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Samantekt af fundunum og það helsta sem kemur fram á hverjum fundi verður birt á vef Garðabæjar að lokinni fundarröð.

Hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is er hægt að nálgast upplýsingar um íbúafundina í september og á facebooksíðu bæjarins