21. sep. 2018

Gengið í Heiðmörkinni

Miðvikudaginn 19. september síðastliðinn var þriðja lýðheilsugangan Í Garðabæ þar sem gengið var í Heiðmörkinni frá nýju bílastæði við Búrfellsgjá/Selgjá.

  • Lýðheilsuganga Heiðmörk
    Lýðheilsuganga Heiðmörk
  • Lýðheilsuganga Heiðmörk
    Lýðheilsuganga Heiðmörk
  • Lýðheilsuganga Heiðmörk
    Lýðheilsuganga Heiðmörk

Miðvikudaginn 19. september síðastliðinn var þriðja lýðheilsugangan Í Garðabæ þar sem gengið var í Heiðmörkinni frá nýju bílastæði við Búrfellsgjá/Selgjá.  Í leiðinni var nýtt fræðsluskilti um Selgjá sem er staðsett við bílastæðið vígt. Um 45 manns mættu í fallegu veðri í Heiðmörk en Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur, leiddi gönguna um svæðið.

Göngurnar í september eru hluti af verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september.  Alla miðvikudaga getur almenningur tekið þátt í lýðheilsugöngum um allt land en þetta er annað árið í röð sem blásið er til þessa átaks.

Göngurnar eru um leið áframhald vinsælla sögu- og fræðslugangna Garðabæjar sem hafa verið farnar á undanförnum árum og var gangan á miðvikudaginn einkar vel heppnuð. 

Síðasta gangan verður 26. september næstkomandi en þá er mæting á Bessastaði, á bílastæðið við kirkjuna, kl. 18. Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur leiðir göngu um Bessastaði. Gengið verður að Skansinum og til baka. Sjá nánar hér.

Lýðheilsuganga Heiðmörk

Lýðheilsuganga Heiðmörk